Algengar Spurningar & Skilmálar
Þegar þú skáir þig í appið samþykkir þú skilmála okkar.
-
Þú berð fulla ábyrgð á þér og rafhlaupahjólinu á meðal leigu stendur.
-
Netfangið þitt fer á póstlistan okkar. En það er ekkert mál að skrá sig af honum. Þú sendir okkur einfaldlega bara línu!
-
Mögulegar sektir ef reglum ZOLO er ekki fylgt (sjá nánar hér fyrir neðan)
-
Við gerum okkur rétt á að loka fyrir aðganginn þinn ef gjöld hafa ekki verið greidd, reglum er ekki fylgt eða illa er farið með rafhlaupahjólin.
Hvar sæki ég forritið?
Til að sækja appið getur þú einfaldlega leitað af "ZOLO Iceland" á App
Store eða Google Play.
Hvar finn ég ZOLO rafskútu?
Náðu þér í appið og búðu til aðgang. Kortið mun síðan sýna þér hvar næsta lausa ZOLO rafskúta er.
Hvernig tek ég ZOLO úr lás?
Til að taka ZOLO úr lás þarft þú fyrst að skanna inn QR kóðann með appinu eða skrá inn 6-kóða númerið sem er fyrir neðan QR kóðann.
Hvernig kemst ég afstað?
Ýttu þér áfram með öðrum fæti og þrýstu niður græna hnappanum sem segir GO.
Ath: Til að beygja, notaðu líkamsþyngdina og hallaðu þér til hægri eða vinstri og beygðu stýrinu á sama tíma.
Hvernig hægi ég á mér og stoppa á ZOLO?
Besta leiðin til að hægja á sér er að sleppa græna takkanum og þrýstu niður á rauða hnappann. Einnig er gott að nota fóta bremsuna, stígðu með aftari fætinum á bremsuna sem er fyrir ofan aftari dekkið.
Get ég lagt hjólinu án þess að skrá mig af því?
Þú getur lagt hjólinu og læst því í 30 mín án þess að hafa áhyggjur af því að eitthver annar taki það. Eina sem þú þarft að gera er að leggja hjólinu og smella á "Park Mode" takkann í appinu.
Hvernig endi á ferðina mína?
Áður en þú endar ferðina þína skalt þú ganga úr skugga um að hjólið sé
innan ZOLO svæðis og sé ekki lagt í veg fyrir gangandi vegfarendur eða bíla. Einfaldlega ýttu á "End Ride" takkann í appinu.
Hver getur notað ZOLO?
Allir yfir 18 ára aldur með iPhone eða Android síma.
Hversu hratt kemst ég á ZOLO?
ZOLO kemst í 25 km/klst.
Hvar get ég rennt mér um á ZOLO?
Hvar sem er! Við hvetjum þig til að nota hjólastíga þegar hægt er!
Hvað með hjálm?
Öryggið þitt skiptir mestu máli og við mælum eindregið með því að þú notir hjálm. Vinsamlegast sýndu tillitsemi og farðu varlega.
Hvað er gott að gera áður en ég legg afstað?
Áður en þú leggur af stað er gott að fara yfir helstu þætti til að ganga úr skugga um að allt virki vel.
• Athugaðu bremsurnar
• Athugaðu ljósin
• Athugaðu dekkin
• Athugaðu skemmdir á hlaupahjólinu
Ef hlaupahjólið virkar ekki eða er skemmt biðjum við þig vinsamlegast að senda póst á zolo@zoloiceland.is
Hversu margir geta verið saman á einu ZOLO?
Hvert ZOLO er aðeins ætlað einum einstakling. Þessi rafhlaupahjól eru ekki byggð fyrir fleiri. (max. þyngd: 100kg)
Get ég notað ZOLO í hvaða veðri sem er?
Það er öruggt að nota ZOLO í rigningu og roki bara eins lengi og það hefur ekki áhrif á sjón þína. Við mælum ekki með því að nota ZOLO í hálku.
Hvar get ég lagt ZOLO?
Þú getur lagt því hvar sem er, eins lengi og þú er innan ZOLO svæðis og ekki í gönguveg né í veg bíla.
Hvað þarf ég að varast?
Ekki renna þér yfir hraðahindranir, kanta eða aðra ójafna jörðu á miklum hraða. Passaðu að fara ekki of hratt niður brekkur og notaðu báðar bremsur þegar þú ert komin á mikinn hraða. Ekki ýta niður GO hnappanum ef þú gengur með hjólið. Ekki Snúa stýrinu of harkalega á miklum hraða eða í bleytu/hálku. Ekki fara í polla sem eru dýpri en 3cm. Ekki sleppa stýrinu. Báðar hendur á stýri. Ekki fara upp né niður stiga eða reyna að hoppa yfir hindranir. Ekki nota símann á ferð.
Hvað geri ég ef ZOLO hjólið mitt verður betteríslaust?
Stöðvaðu ferðina þína í appinu og finndu þér annað ZOLO í appinu. Ekki reyna að hlaða rafhlaupahjólið sjálfur.
Þarf ég að borga fyrir appið?
Nei, það er frítt fyrir alla að niðurhala ZOLO appinu.
Hvernig skoða ég mína ferðasögu á ZOLO?
Þú getur alltaf séð þínar ferðir undir “My Rides” í appinu.
Hvað ætti ég að gera ef það verður slys?
Ef þú eða aðrir verða fyrir sIysi á meðan þú notar ZOLO biðjum við þig vinsamlegast að senda okkur póst á zolo@zoloiceland.is. Ef slysið er alvarlegt hafðu sambandi við lögreglu í síma 112.
Ég gleymdi að skrá mig út, hvað nú?
Appið lætur þig vita þegar hjólið hefur verið óhreift í 15 mínútur, ef ekkert er gert þá setjum við hjólið í "Park Mode". Ef ekkert er gert í aðrar 15 mínútur endum við ferðina fyrir þig og sendum þér reikning sem samsvarar ferðinn þinni ásamt þessum aukalegu 15 mínútum í "Park Mode".
ZOLO ber enga skyldu að endurgreiða notendum sem gleyma að skrá sig út.
Verð, Greiðslur og Sektir
Hvað kostar að nota ZOLO?
Startgjaldið er 110kr og síðan er það 38kr fyrir hverja mín.
Hvernig borga ég?
Sláðu inn kortaupplýsingar þínar í appinu. Vinsamlegast sendu okkur póst á zolo@zoloiceland.is fyrir meiri upplýsingar varðandi greiðslu.
Annað
Afhverju þarf ég að deila GPS upplýsingum mínum með ZOLO?
Við biðjum þig um að deila með okkur þinni staðsettningu svo þú getur fundið ZOLO næst þér.
Afhverju þarf ég að opna fyrir myndavélina í appinu?
Við biðjum þig um að opna fyrir myndvélina í appinu svo þú getur skannað inn QR kóðan á þínu ZOLO rafhlaupahjóli.
Sektir
Með því að sækja appið og samþykja skilmála, samþykir þú að þurfa mögulega að greiða sektir ef:
- Þú leggur á einkalóð þar sem starfsmenn ZOLO eiga erfitt við aðgengi.
- Skemmdir ZOLO rafskútu á meðan notkun stendur.
- Svindlað er á ferðum ZOLO
Ath ef hjólið verður fyrir augljósum skemmdum á meðan notkun stendur eða hjólið glatast þarf einstaklingur sem skráður er á hjólið mögulega að greiða sekt upp á allt að 70.000kr
Gleymdir þú að skrá þig út?
Engar áhyggjur það kemur fyrir!
Við hjá ZOLO fylgjumst vel með og sjáum þegar reikningarnir eru orðnir óvenju háir, við endum þá ferðina fyrir þig og finnum sameiginlega lausn á málinu.
Fannstu ekki svarið við þinni spurningu?
Endilega sendu okkur skilaboð á zolo@zoloiceland.is
eða hringt í síma 546-6066